18.7.2007 | 12:38
Derby á Englandi ;)
Ég sagði í síðasta bloggi að ég ætlaði að segja aðeins frá þeim yndislega bæ Derby sem er staðsettur á miðju Englandi eða eins og það kallast á ensku Midland :). Ég bjó í Derby í eitt og hálft ár og líkaði mjög vel enda er hann eins og áður hefur komið fram miðsvæðis á Englandi og stutt í allar áttir. Það tók mig aðeins 40 min að keyra til Birmingham sem er næst stærsta borgin á Englandi, einn tíma og fimmtán min til Great Manchester, hálftíma til Nottingham og svo var reyndar um 2 tímar til London en það var nú ekki vandamálið þegar þú varst kominn út á M1 hraðbrautina. Ég reyndi nú oft að fá upp úr fólki hvað margir byggju í Derby og oftast fékk ég töluna 300.000 þús svo sögðu sumir að það væri hátt í milljón þegar high season í University væri á veturnar, þannig að ég hef ekki fengið alveg rétta tölu um íbúafjölda þar ennþá. Derby er afar fallegur og notalegur bær og fyrir þá sem fíla pöbba menninguna þá eru barir út um allt það er líklega einn bar á hvern íbúa...alveg magnað. University of Derby er held ég í öðru sæti yfir bestu háskóla á Englandi á eftir Cambridge, ég held ég fari með rétt mál þar. Þessi skóli er rosalegasti skóli sem ég hef séð hingað til það er risa bar inn í skólanum (sko mjög flottur bar)og bjórinn kostar 1 pund sem gera 122 krónur eins og gengið er núna.... pælið í því. Í skólanum ásmat barnum er hárgreiðslustofa, fatabúðir, banki, sjoppur, veitingastaðir, kaffihús, líkamsrækt, plötubúð, markaðir og ég veit ekki hvað og hvað alveg geggjað, mér brá þegar ég sá þetta fyrst þetta var alveg eins og í bíó mynd:). Ég segi nú bara hvernig á að vera hægt að læra á svona stað haha:). Svo fyrir utan er allt mjög glæsilegt það eru fótboltavellir, rúgbý vellir, og frá barnum er hægt að horfa á leiki sem eru í gangi :) þetta eru bara snillingar. Oft hefur verið sagt að Derby sé best geymda leyndarmálið á Englandi, og ekki er ég hissa á því. Það er margt hægt að gera í Derby eins og að spila golf á glæsilegum golfvöllum og er nánast hægt að spila allan ársins hring. Ég spilaði oft með vinnufélögum golf á 2 golfvöllum rétt fyrir utan Derby og voru þeir golfvellir hrikalega flottir, fullt af trjám, vötnum og svo kanínur og íkornar út um allt. Hálftíma frá Derby er hægt að fara í einn stærsta tívolígarð í evrópu, sá garður heitir Alton Towers www.altontowers.com og er bara fullorðins. Alton Towers er með stærsta rússíbana í evrópu og hraðasta held ég líka hann heitir Rita queen of speed og fer á rugl hraða. Þessi garður er svo rosalegur mér leið eins og ég væri að koma í Jurassic park, þú kemur inn í garðin í lest sem er á teinum hátt uppi og sérðu þar yfir allt og þvílík sjón ussss. Ég mæli líka með West midland safari park http://www.wmsp.co.uk/cgi-bin/WebObjects/safaripark.woa/wa/default þar sem allar tegundir af dýrum og eru þau laus út um allt og þú keyrir í gegnum hann og má þar sjá dýr eins og Ljón, Tigers, fíla, nashyrninga, gírafa, úlfa, flóðhesta og bara allar tegundir. Svo get ég ekki gleymt að nefna einn bæ sem er ca 30 min í keyrslu frá Derby sem heitir Matlock on bath, þetta er bær sem er algjör paradís umhverfið er eins og gerist flottast á Englandi og mæli ég með því að fólk keyri um sveitina á Englandi og komi við í þessum bæ þvílíkt flott. Þar er hægt að fara á bát í á sem rennur í gegnum bæin og fara í svona útsýnisferð milli klettana yfir bænum í svona skíðalyftu (sjá mynd)... alveg geggjað gaman. Ég gæti haldi endalaust áfram að tala um Derby og allt sem er í kring en læt þetta duga í bili. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir. LAAAALET
Matlock on Bath
Útsýnisdótið í Matlock on Bath
Alton Towers
University of Derby
Um bloggið
54
Eldri færslur
31 dagur til jóla
Hvað er þitt áhugamál ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott ástin mín, alltaf gaman að lesa um litta Derby :) vonandi að það sé ekki búið að skola honum burt!
Tobba (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.