54 - Hausmynd

54

Leita í fréttum mbl.is

Erfitt að finna drauma eignina


Ég er búin að vera að leita að íbúð í nokkra mánuði og alltaf þegar við finnum réttu íbúðina þá virðast allir hafa fundið þá réttu líka. Ég fór og skoðaði eina í baugakór í kópavogi fyrir svona mánuði síðan og þegar ég mætti á staðin til að taka út þessa draumaíbúð þá eru svona 10 önnur pör að skoða á sama tíma. Okkur leist vel á íbúðina og buðum í hana 400 þús undir ásettu verði og um leið og við skrifuðum undir þá hringdi fasteingasalinn og sagði við okkur að það væru komin 2 önnur tilboð og þau væru bæði hærri og svo endaði með því að hún fór 600 þús meira en ásett verð var. Svo fór ég í gær og bauð í aðra og bauð mjög nálægt ásettu verði en þá kom betra tilboð arrrrg, og svo þegar við ætluðum að bjóða aftur hærra þá var okkur tjáð það að þau hefðu tekið hinu tilboðinu.....!! :(. Þetta getur verið ansi svekkjandi og sérstaklega þegar maður er að hlaupa úr vinnunni til að skoða og svo til að fara og bjóða í og svo kemur bara eitt símtal... því miður þá tóku þau hinu tilboðinu. En svona er nú lífið upp og niður og ég segi bara eins og Jóhanna Sig (minn tími mun koma) ;) 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband