Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
14.8.2007 | 17:44
Rooney og Maradona
Frábær mynd sem tekin var af Wayne Rooney um helgina og minnir óneitanlega á eina frægustu mynd fótboltasögunnar af Maradona. Very Nice Rooney :) LAAALET


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 17:38
Fiskidagar á Dalvík
Ótrúlegt hvað þetta er magnað dæmi þessir Fiskidagar á Dalvík. Ég var gjörsamlega orðlaus þegar ég sá Dalvík nánast alla skreytta í fiski dóti, blöðrum, veiðimönnum, netum og ég veit ekki hvað og hvað, ég var ekki með miklar væntinar fyrir þessa helgi ég hélt að þetta mundi vera svona unglinga drykkja og allt logandi í slagsmálum. Nei það var ekki neitt svoleiðis bara allir happy og brosandi og samt voru um 40 þús manns á laugardeginum sem er alveg rosalegur fjöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer inn í einhvern bæ úti á landi og get labbað inn í heimahús og fengið mér súpu :) ótrúlegt. Svo var flugeldasýningin betri heldur en á menningarnótt í Reykjavík og þá er nú mikið sagt. Dalvík fær góða einkun frá mér, glæsileg hátíð og ég fer pottþétt aftur að ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 15:26
Fiskur, bolti og leyndarmálið
Fiskidagar á Dalvík um næstu helgi og ég er að fara ;) ég er reyndar ekkert gríðalega spenntur en þetta hlítur að vera gaman. Á þessum fiskidögum er víst mikið líf og fjör á Dalvík og skilst mér að allir borði frítt alla helgina þeas mat úr sjónum:) og að heimafólkið séu með opin hús og allir fullir og furðulegir, þetta verður spennandi ég blogga um þessa ferð eftir helgina.
Svo eins og kannski allir vita þá er ég mjög blóðheitur Manchester United maður og er því ekki hægt að sleppa því að minnast á sigurleikinn í samfélagsskyldinum um helgina. Chelsea menn mættu þar banhungraðir í sigur en mættu þar ofjörlum sýnum og töpuðu 4-1 eftir að leikurinn fór í vító og var það Van Deer Saar sem var hetja leiksins og varði allar vítaspyrnur Chelsea LAAALET :). Ég læt fylgja eina mynd með af gaukunum eftir leik.
Ég er alveg viss um að allir séu að spá í fyrirsögninni þar sem stendur leyndarmálið. Það er einmitt þetta leyndarmál sem er alveg ótrúlegt leyndarmál mér langar til að sharea því með ykkur. Málið er að það er mynd sem er víst að koma út og heitir hún The Secret og er hún alveg einstök, ég tek það fram að ég hef bara séð fyrstu 24 mínóturnar af henni. Málið er að hún hefur að geyma eitthvað svakalegasta leyndarmál sem til er, Það eru nokkrir Íslendingar sem hafa séð þessa mynd nú þegar og segja hana hafa gjörsamlega breytt lífinu þeirra og einnig heyrði ég að þessi mynd hefði þegar breytt lífi margra milljóna manna út í hinum stóra heimi. Endilega tékkið á þessari mynd og vonandi hefur hún góð áhrif á ykkur. Ég sendi með link sem þið getið horft á fyrstu 24 mínóturnar svo verðið þið að downloada restinni eða bara bíða þangað til hún er kominn út.
http://www.youtube.com/watch?v=_b1GKGWJbE8
All the best Robbi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
54
Eldri færslur
261 dagur til jóla
Hvað er þitt áhugamál ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar