54 - Hausmynd

54

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Verslunarmannahelgin


Stærsta ferðamannhelgin í ár að ganga í garð og mér sýnist á öllu að ég fari ekki neitt. Áætlunin var að fara á snæfellsnesið og tjalda þar, veiða, spila golf og hafa það gott en núna lýtur allt út fyrir að maður fari ekki vegna veðurs. Það er spáð rigningu og roki um allt land og það er ekki séns að ég fari í útileigu í svoleiðis veðri en þetta er þó ekki endanleg spá. Eigum við ekki að vona að veðurguðirnir og Siggi Stormur leysi þetta í sameiningu :) LAAALET. Annar verður maður bara í bænum og hefur það gott, það er líka helvíti sniðugt að fara í bústað ef veður verður svona.

Ég luma alltaf á góðum videoum svona til að manni leiðist ekki check..it..out ;)  

http://www.youtube.com/watch?v=p3SpyVcsxAI

http://www.youtube.com/watch?v=H75ps53uKvM

http://www.youtube.com/watch?v=1AZn5nWIj_g

http://www.youtube.com/watch?v=b5VyEi4nx5w

http://www.youtube.com/watch?v=nplemK3Y4ns

http://www.youtube.com/watch?v=viuX7hMTEDQ&mode=related&search=

http://www.youtube.com/watch?v=JEsHUel04dY


Dubai, 8 undur veraldar


Fyrir ári síðan fór ég með presentation í University of Derby um Dubai og alla uppbygginguna sem þar er í gangi. Dubai er að verða eins og sumir vilja meina 8 undur veraldar og er verið að búa til hluti þar sem engin gæti ýmindað sér að hægt væri að búa til. Við getum fyrst talað um the Palm Trees, sem eru byggð út á sjó og nær það marga kílómetra út á sjó og er byggt í lögun eins og pálma tré (sjá mynd). Þessi Pálma Tré eru svo stór að hægt er að sjá þau frá geymnum. Á hverju pálma tréi koma margar lúxus villur þar sem t.d David Beckham hefur keypt sér eina, ásamt því verða 20-40 fimmstjörnu lúxus hótel, risa moll, veitingastaðir, og bara þvílík paradís og auðvita verða strendur um alla eyjuna. Til þess að búa til þessa eyjur þurftu þeir að nota sandinn úr hafsbotni því sandurinn á eyjunni var of veikur til þessa að hægt væri að búa svona risa dæmi til. Eyjarnar eru varðar fyrir jarðskjálftum, ofsaveðri, flóðum og öllu því sem hætta gæti stafað af. Í kringum hverja eyju eru varnargarðar sem eiga að verja eyjarnar fyrir flóðum. Þótt að Pálma Tréin séu mjög heillandi og nánast fáránlegt að það sé verið að búa þetta til þá er það bara brot af þessari geðveiki. Næst má nefna the World, þar erum við að tala um eyjar sem eru búnar til í lögun eins og heimurinn og myndar hvert land lúxus eyju og þetta er eins og með pálma tréin byggt úti á sjó :). Sem dæmi má nefna að tónlistarmaðurinn eini sanni Sting hefur þegar keypt eyjuna England kemur svo sem ekki á óvart, einhverstaðar heyrði ég að allar eyjurnar væru löngu seldar. Og þetta er ekki allt svo er verið að byggja Sport Center :) og ekkert venjulegt sport center heldur það svkalegasta sem ég hef heyrt um, ég reyndar veit ekki alveg eins mikið um þetta en hef aðeins verið að fræða mig um þetta. Þetta Sport Center á víst að geta verið með allar tegundir af íþróttum, það á að búa til eða er byrjað að búa til Fótboltavöll, handboltahöll, tvo 18 holu golvelli, skíðahöll, höll fyrir hesta veðreiðar, formulubraut, rugbývöll, cricketvöll og ég gæti talið endalaust áfram. Einnig má ekki gleyma að Manchester United verður með fótboltaskóla þarna ;) usssss þetta verður roooosalegt. Og þetta er ekki allt nú er sú hugmynd uppi ef ekki komin í framkvæmd að byggja 7 stjörnu hótel ofaní sjónum Tounge og þess má geta að í Dubai er eina sjö stjörnu hótelið sem er þegar til. Svo virðist sem Krón Prinsinn og allt hans gengi ætli að gera Dubai að flottasta stað á jörðinni og er áætlaður tími á þessu flestu 2010. Ég gæti talað endalaust um þetta Dubai dæmi en ég læt þetta duga í bili en spáiði í þessu þetta er rosalegt, það er alveg á tæru að ég ætla til Dubai í framtíðinni LAAAALET SSSsssssssuussss.

Dubai Dubai

dubai-sports-city Sport Center

Palm_Jebel_Ali__Dubai_DRP The Palm Trees    

palm-island The Palm Trees

TheWorldDubai The World

dubailand-ski-dome Skíða höllin

dubai-waterfront Palm Trees

          


Hvert á að fara í gott frí ?


Ég fór í gott frí síðasta sumar á eyju sem heitir Lanzarote og er það ein af eyjunum sem tilheyrir Canary Islands og er 100 km frá Afríku. Við fórum á hótel sem heitir Princesa Yaiza og það var algjör paradís þvílíkt hótel, það var allt á þessu hóteli fjórir veitingastaðir, par 3 holu golfvöllur, búðir, verslanir, alltaf live tónlist á kvöldin, hótelið alveg við ströndina bara tær snilld. Við ströndina er svo hægt að fara á Jet sky, banana og allt svona vatnadæmi helvíti gaman og svo eru barir við ströndina þannig að það er stutt í einn kaldan ;) cheers. Svo alla strandlengjuna eru allt morandi í veitingastöðum og er þvílíkt næs að vera úti að borða við ströndina á kvöldin, fá sér neutasteik og nokkra kalda og rautt og forrétt og eftirrétt og bara njóta lífsins í botn ííííhaaaaa alveg jejjað. Það er svo hægt að kíkja yfir til fortaventura það tekur enga stund og ekki má gleyma að fara á úlfalda það var spes:). Þetta er kannski ekki besta party eyjan en að öllu leiti frábær ævintýra eyja. Go on !! LAAALET

prinsess_yaiza

http://www.princesayaiza.com/

Hotel_Princesa_YAIZA Princesa princesayaiza_3


17 ár !!!! very nice :)


Littla liðið Liverpool hefur ekki unnið enska meistaratitilinn í 17 ár hahaha þetta er bara skemmtilegt. Það er aldeilis komin mikil pressa á þá, á hverju ári tala stuðningsmenn Liverpool um það að núna sé komið að því en svo skéður ekkert. Liverpool hafa fjárfest í nýjum leikmönnum fyrir 40 milljónir punda og ætla þeir sér stóra hluti á tímabilinu. Þeir verða þó að sætta sig við að vera í 2-4 sæti á meðan Manutd eru svona rosalega góðir og eru að verða sterkari með hverju árinu. Ég held að Liverpool verði að bíða lengur eftir titlinum, á þessu stigi er bara eitt lið sem kemur til greina sem Englands-meistarar. Það er alltaf verið að tala um að þessi fjögur topplið Manutd, Chelsea, Arsenal og Liverpool munu berjast um 4 efstu sætin en ég er sammála Móra um að Tottenham verði ansi góðir á næsta tímabili og blandi sér í baráttuna um topp 4 sætin. God Bless Manchester LAAALET

dog_shit

Sýn og Sýn 2


Nú í haust fer enski boltinn að byrja aftur og er ég orðin fáránlega spenntur eins og flest allir sem fylgjast með boltanum. Sýn 2 er ný stöð sem á að sjá um enska boltann frá A-Ö og lýst mér svona bara þokkalega á það soldið dýrt fyrir þá sem ekki eru með stöð 2 eða sýn fyrir. En í morgun heyrði ég einn gaur á Bylgjunni koma með góða hugmynd varðandi þetta sýn og sýn 2, hann kom með þá hugmynd að Sýn ætti að vera með þetta eins og Sky Sport er með þetta þeas einn sport pakki og inní honum væri þá Sýn og Sýn 2, semsagt ekki vera með þetta í sitt hvorum pakkanum hafa bara einn pakka sem þú borgar á mánuði. Ég get ekki ýmindað mér annað en að þetta eigi eftir að verða frábær stöð enda er varla hægt að klúðra þessu þegar menn eru með svona eðal efni í höndunum.

premiership

Fyrst ég er að tala um enska boltann þá er nú ekki annað hægt en að nefna æfinga leikinn í gær Man.utd vs Shenzhen FC, þvílíkt burst usssss. Nani nýji leikmaðurinn stóð sig mjög vel og skoraði sitt fyrsta mark og tók svo heljarstökkið eftir það LAALET. Leikurinn endaði 6-0 en Kínverska liðið mátti þakka fyrir að þeir töpuðu ekki 12-0 þvílíkir voru yfirburðirnir. Ferguson gaf mörgum leikmönnum tækifæri í gær til að sanna sig og virkar hópurinn mjög sterkur og er góður andi í mannskapnum. Glory Glory Manutd ;)

manutd_3 manutd_1 manutd_2

Flott markið hjá Rooney........

http://www.dailymotion.com/video/x2lptw_fc-shenzhen-0-2-manchester-united-r_sport


Spenna á British Open


Það var mikil spenna á British Open í gær ég var gjörsamlega límdur við kassann. Ég var nú farinn að vorkenna Garcia þarna í lokinn það gekk ekkert upp hjá honum en svona er nú golfið. Harrington gerði vel í bráðabananum og kláraði Garcia nánast á fyrstu holunni í bráðabananum. Ég fór líka í golf um helgina enda ekki annað hægt þegar maður er að horfa á svona meistara spila. Ég fór með Svanþór Laxdal 9 holur í grafarholtinu og byrjaði ég aldeilis eins og ég væri á British Open. Eftir 5 holur var ég -1 undir pari, svo eftir 6 holur var ég kominn á parið en svo þegar ég fór á 7 holu þá var ég ekki lengur á British Open því þá fékk ég 9 á par 4 holu. Endaði svo á 42 höggum sem er nú alveg ágætt skor en djöfull var ég heitur á fyrstu 6 holunum ussss. Það er spurning hvort að ég verði einhvern tíman í framtíðinni á British Open :)

picsrv_opengolf picsrv_opengolf_1


Undrabarn til Manutd


Góðan og blessaðan, 9 ára strákur var að skrifa undir hjá Manchester united.
Þetta er alveg ótrúlegt þegar ég var 9 ára þá átti ég nú bara united treyjuna en að vera kominn í akademíuna 9 ára er bara djók. En þvílíkt efni susss tékkið á þessu videoi..........

http://www.youtube.com/watch?v=hG47FDenyXw


Mokveiði í Rángánum !!!!!


Nú er þetta allt að smella á. Það komu einir 38 laxar úr Eystri Rangá í gær og nú fyrir kl 11.00 voru komnir yfir 22 laxar úr Ytri Rangá fyrir hádegi. Nú verðum við að fara að bóka í lax, það er allt að verða vitlaust núna og ekki bætti það daginn þegar Viggi Stál kom í vinnuna og gaf mér derhúfu sem var merkt Ytri Rangá ussss. Núna er bara að splæsa í 2 stangir og bruna í veiði þeas ef það er laust einhverstaðar. Talandi um að eitthvað sé laust, það eru sumar ár á íslandi sem eru bókaðar til ársins 2010 þetta er bara rugl. T.d þá er Selá ein af þeim sem eru bókaðar langt fram í tímann og þar kostar stöngin 250 þús dagurinn og leyfðar eru sjö stangir og það gera þá samanlagt 1.750.000 á dag og það er bókað til 2010 :) þetta er klikkun. Það er nú þó góð veiði í Selá en svo er Laxá í ásum hún er á 250 kall stöngin líka en það veiðist ekki neitt af vitit þar og þá sagði einn félagi minn eina góða setningu: Það hlítur að vera mella inn í þessu verði :). En svo er nú betur fer ekki en vonandi fara ár eins og Laxá í ásum að lækka aðeins svo fleiri hafi möguleika á að fara. Mér persónulega finnst aflmesta laxá síðasta sumars með 4500 laxa Ytri Rangá vera dýr en hún er nú bara ódýr meða við sumar, þar kostar stöngin 80 þús dagurinn ég er samt ekki að segja að það sé ódýrt;) LAXXXXXX LAAALET
 
lax_1


 


Erfitt að finna drauma eignina


Ég er búin að vera að leita að íbúð í nokkra mánuði og alltaf þegar við finnum réttu íbúðina þá virðast allir hafa fundið þá réttu líka. Ég fór og skoðaði eina í baugakór í kópavogi fyrir svona mánuði síðan og þegar ég mætti á staðin til að taka út þessa draumaíbúð þá eru svona 10 önnur pör að skoða á sama tíma. Okkur leist vel á íbúðina og buðum í hana 400 þús undir ásettu verði og um leið og við skrifuðum undir þá hringdi fasteingasalinn og sagði við okkur að það væru komin 2 önnur tilboð og þau væru bæði hærri og svo endaði með því að hún fór 600 þús meira en ásett verð var. Svo fór ég í gær og bauð í aðra og bauð mjög nálægt ásettu verði en þá kom betra tilboð arrrrg, og svo þegar við ætluðum að bjóða aftur hærra þá var okkur tjáð það að þau hefðu tekið hinu tilboðinu.....!! :(. Þetta getur verið ansi svekkjandi og sérstaklega þegar maður er að hlaupa úr vinnunni til að skoða og svo til að fara og bjóða í og svo kemur bara eitt símtal... því miður þá tóku þau hinu tilboðinu. En svona er nú lífið upp og niður og ég segi bara eins og Jóhanna Sig (minn tími mun koma) ;) 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband